Evrópa án sambands við fólk

Punktar

Páll Vilhjálmsson bloggari bendir á alvarlegan brest í Evrópusambandinu. Það sækir ekki vald sitt til fólks. Flestum er sama um sambandið og nenna ekki að kjósa til Evrópuþingsins. Það er líka valdalítið, embættismenn ESB og erindrekar ríkisstjórna ráða öllu. Sambandið hefur að vísu unnið frábærlega fyrir friði og hagsæld í Evrópu. Náði friði milli Frakklands og Þýzkalands, startaði hagsæld í Austur-Evrópu, kom upp evru og stjórnarskrá. En er samt ekki í neinu sambandi við fólk. Við þetta má bæta, að viðræður Íslands við sambandið benda ekki til, að venjulegt fólk fái þar neitt að koma nærri.