Burt með sjómannaafslátt

Punktar

Sjómannaafsláttur er fortíðararfur, uppbót á laun sjómanna. Ef sjómenn eiga skilið að fá launauppbót, eiga þeir að fá hana hjá útgerðarmönnum, ekki hjá skattgreiðendum. Sjómannaafsláttur á að vera hluti af kjörum sjómanna, afgreiddur í kjarasamningum. Einhvern tíma í fyrndinni var þessu rugli komið á til að liðka fyrir kjarasamningum í sjávarútvegi. En það er löngu liðin tíð. Ranglátt er í að krefja auma skattgreiðendur um uppbót á laun einnar stéttar. Sem betur fer hafa tekjur sjómanna hækkað mikið í hruninu. Því er réttur tími núna til að vísa þessu máli alfarið til aðila vinnumarkaðarins.