Þjóðsagnapersónan Þórarinn

Fjölmiðlun

Þórarinn Þórarinsson var þjóðsagnapersóna á Tímanum. Leit stundum inn á morgnana og skrifaði þá venjulega leiðara næsta blaðs. Síðan kom hann aftur fyrir eða eftir fimmbíó og las prófarkir af leiðara. Herbergið hans var fremst á ritstjórnarganginum og ég man ekki eftir því, að hann hafi stigið fæti lengra. Hann bauð engan velkominn til starfa og kvaddi engan. Hann var alveg lokaður inni með leiðara sínum og öðrum skrifum um flokkspólitík. Ég kom nokkrum sinnum inn til hans og var hann þá hinn alúðlegasti. En aldrei vildi hann tala um nein fagleg málefni blaðsins. (Úr bókinni: Jónas Kristjánsson: Frjáls og Óháður, 2009)