Handvaldi þjóðfundurinn

Punktar

Handvalinn Bjarni Benediktsson var persónugervingur þjóðfundarins. Mér varð illt. Engin svör fást við neinu: Hvers vegna 300 handvaldir? Hver valdi þá? Hverjir voru handvaldir, aðrir en Bjarni? Hvers vegna þurfti fjóra handvalda á hvert fundarborð? Hvað af niðurstöðunum kemur frá handvöldu fulltrúunum? Hvernig fara handvaldir út úr stofnunum og inn í sína persónu? Krúttkynslóð sló saman við ofur-markaðsvædda fulltrúa frá Verzlunarráði. Mikið stuð, sem slær mig illa. Fundaform fengið úr markaðsfræðum gjaldþrota viðskiptalífs. Og niðurstaðan er, að hér skorti heiðarleika. Það sagði ég fyrir langalöngu.