Ingvi Örn Kristinsson, aðstoðarmaður félagsráðherra, var framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans á græðgistímanum. Saman smíðuðu þeir Árni Páll Árnason félagsráðherra frumvarp um skjaldborg fyrir heimilin. Í það laumuðu þeir atriðum, sem bæta stöðu græðgisfólks. Alþingi sá eitt þeirra og kippti því til hliðar. Fól í sér skattfrelsi afskrifaðra lána græðgisfólks. Um það er fjallað í Tíund, fréttabréfi Ríkisskattstjóra. Þar segir, að ákvæði Ingva og Árna sé “andstætt öllu því, sem gilt hefur í skattarétti um áraraðir.” Marga grunar, að önnur hliðstæð atriði hafi sloppið um nálarauga Alþingis.