Blóð mun renna í Köben

Punktar

Ef umhverfið væri banki, væri því bjargað. Einkenni græðgistímans, að haldin er umhverfisráðstefna í Kaupmannahöfn, þar sem ekki verða sett markmið til að stöðva hnignun loftslags. Umhverfið er ekki banki og því yppta kynslóðir græðginnar öxlum. Þetta er ekki mitt mál, segja þær. Því verður blóðugur desember í Kaupmannahöfn. Tugir samtaka ungs fólks munu hleypa upp forhertri leiðtogasamkomu. Lögreglan í borginni er skipuð fasistum. Þess vegna verður þar mannfall. Köben-óeirðir 2009 mun marka uppgjör í loftslagsmálum eins og Seattle-óeirðirnar árið 1999 mörkuðu upphafið að endalokum kapítalismans.