Tvær tegundir þvættings

Fjölmiðlun

Þáttur íslenzkrar blaðamennsku er birting þvættings eftir einn málsaðila. Það heitir kranablaðamennska, er stundum bólgnar upp í froðu, sem heitir drottningarviðtal. Dæmi er viðtal við Arnar Sigurmundsson um lífeyrissjóði. Sagði þá hafa aftur náð sömu stærð og fyrir hrun. Sannleikurinn er, að þeir hafa rýrnað um helming. Annar þáttur felst í að birta þvætting eftir tvo málsaðila, sem báðir hafa rangt fyrir sér. Dæmi um það er rifrildi Þórs Saari og Árna Páls Árnasonar um frumvarpið um skjaldborg um heimilin. Enginn er neinu nær. Fjölmiðlar reyndu ekki sjálfir að komast til botns í málinu.