Siðblindu bankastjórarnir

Punktar

Hver er þessi Bankasýsla, sem Steingrímur J. Sigfússon vísar á, er hann þvær hendur sínar af bankaruglinu? Hefur hún forstjóra, býr hún einhvers staðar, gerir hún eitthvað? Svarið er nei. Málið er heldur ekki svona vaxið. Á vegum stjórnvalda hefur óhæft fólk verið sett yfir ríkisbankana. Með misvitrum aðgerðum grefur það undan stjórninni. Til dæmis magnar það grunsemdir um, að verklagsreglur séu út og suður. Einn stjórinn fór jafnvel í lögbanns-hasar út af birtingu lánabókar bankans. Málið snýst ekki um þörf á afskiptaleysi ráðherra. Snýst um að hindra meiri skaða af völdum siðblindra bankastjóra.