Fréttamenn Ríkissjónvarpsins láta eins og heimsendir sé í nánd, þegar lagðir eru á örlítið eðlilegri skattar. Dag eftir dag eru þeir óðamála í fréttum út af skelfilegum skattahækkunum. Ramakveinið heldur áfram í sjónvarpinu kvöld eftir kvöld. Auðvitað með viðtölum við þá, sem eru ósáttir við sinn skatt. Hver er það ekki? Aldrei er talað við okkur hina, sem teljum þessar hækkanir í lagi eða jafnvel frábærar. Eftir breytingarnar verða skattar hér líkari því, sem er á Norðurlöndum, en þó alls ekki eins háir. Hálf þjóðin er sátt við breytingarnar, þótt fréttamenn sjónvarpsins taki andköf af skelfingu.