Fyrr munu allar ár renna upp á jökla en ritstjóri Moggans hafni klíkum. Fari að styðja gegnsæi í stjórnmálum og heimta valdið til fólksins. Svipuð undur og stórmerki hafa þó gerzt. Fyrrum ritstjóri Moggans hafnar núna klíkum, styður gegnsæi og heimtar valdið til fólksins. Betra seint en aldrei mundu sumir segja. Það er eins og Styrmir Gunnarsson hafi verið áhrifalaus á Mogganum öll sín ár. Klíkuskapur blaðsins, skortur gegnsæis og skömmtun upplýsinga til fólks hafi komið úr innréttingunum, ekki frá ritstjóranum. Undraverð sinnaskipti Styrmis minna mig á Pál postula á leið til Damaskus.