Davíð Oddsson, Geir H. Haarde og Halldór Ásgrímsson vissu um yfirvofandi bankahrun með þriggja ára fyrirvara. Í bók Styrmis Gunnarsson segir, að þeir hafi rætt það í nóvember 2005. Í marz 2006 hafi verið haldinn neyðarfundur á heimili Davíðs. Því að menn héldu þá, að hrunið væri yfirvofandi í næstu viku. Fram að hruni hlóðust svo inn aðvaranir og hótanir frá útlöndum vegna aðgerðaleysis Davíðs og Geirs. Samt magnaði Davíð hrunið. Með því að afnema frystingu bankapeninga og með því að dæla 300 milljörðum í gjaldþrota banka. Það er meira en heimska og vitfirring. Eru það ekki hrein og bein landráð?