Því annars blasir verra við

Punktar

Ríkisstjórnin er eftirminnilega léleg. Hún klúðrar flestu, sem hún lofar að taka sér fyrir hendur. Setur jafnvel útrásarvíkinga aftur á stall í skjóli handvalinna bankastjóra ríkisbankanna. Hefur forsætis, sem virðist liggja í rúminu alla daga. Raunar hefur stjórnin aðeins einn kost. Meðan hún lafir, fáum við ekki yfir okkur ríkisstjórn hrunflokkanna, Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Þess vegna vonum við, að hún lifi af atkvæðagreiðsluna á Alþingi um IceSave. Þess vegna vonum við, að viðræðurnar við Evrópusambandið dragist á langinn, svo hún lifi það af líka. Því annars blasir verra við.