Skúli Thoroddsen verkalýðsrekandi er með afbrigðum mikill dóni, ólíklegur til árangurs í samningum. Kallar Svandísi Svavarsdóttur veruleikafirrta og vanhæfa. Enginn hefur þó hrakið þau orð hennar, að staða suðvesturlínu hafi ekki verið rædd í ríkisstjórn. Ekki heldur þau orð hennar, að fara verði að lögum og reglum við undirbúning línunnar. Hann flytur engin rök, fullyrðir bara að umhverfisráðherra hafi of litla samúð með atvinnulausu fólki. Ekki vildi ég hafa Skúla að fulltrúa mínum í samningum af neinu tagi. Sýnist hann vera ólíklegur til að ná árangri í viðræðum við fólk með almenna rökvísi.