Mér fundust skrítnar landslagsmyndirnar í Iceland Review, sem ýktu bratta og nálægð fjalla. Sýndu ekki íslenzkt landslag, heldur ímyndað. Þá notuðu menn fjarlægðarlinsur. Nú nota menn Photoshop til að falsa myndir. Ísraelska fréttablaðið Yated Neeman fótósjoppar alltaf út ráðherrana Limor Livnat og Sofa Landver, því að þeir eru konur. Le Figaro fótósjoppaði út demantshring ráðherrans Rachida Dati. Náttúrulífsmyndir eru gerðar óeðlilega grænar, til dæmis af Machu Picchu í Perú. Alvöru dagblöð úti í heimi eru farin að átta sig á þessum vanda. Fréttaljósmyndarar eru núna reknir fyrir að fótósjoppa.