Þeir höfðu rétt fyrir sér

Punktar

Kjósendur líta skökkum augum á bankahrunið samkvæmt nýjustu skoðanakönnun. Telja ofurmenni útrásarinnar ekki fremsta í röð sökudólga hrunsins. Og gera ekki nægan mun á stjórnmálaflokkunum. Að vísu kenna þeir Sjálfstæðisflokknum mest flokka um hrunið, næstmest fylgiflokkum hans, einkum Framsóknarflokknum og einnig Samfylkingunni. Hins vegar er of lítill munur milli flokka, sem bendir til, að kjósendur litist af stuðningi sínum við einstaka flokka. En svo er raunsætt hjá kjósendum, að bankarnir beri mesta ábyrgð, ásamt Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu. Þar höfðu þátttakendur rétt fyrir sér.