Misskilningur Latabæjar

Punktar

Fjármálastjóri Latabæjar segir tekjur standa undir daglegum rekstri. Viðhorf að hætti 2007. Skuldir eru ekki meðtaldar og hvorki afborganir né vextir af skuldunum. Þannig voru fyrirtækin rekin í loftblöðrunni, sem kennd er við 2007. Nú hafa menn aftur áttað sig á, að vextir og afborganir eru hluti af rekstri fyrirtækja. Latabæjarmenn tala samt eins og það séu bara aukaatriði. Reksturinn sé fínn, þótt hann standi ekki undir vöxtum og afborgunum. Gaman væri, ef einhver viðskiptafróður maður kannaði, hvernig þetta rugl varð til í rekstri fyrirtækja. Og af hverju enginn leiðrétti þennan 2007-misskilning.