Kosið um IceSave á þriðjudag

Fjölmiðlun

Aðeins einn frétta-vefmiðill birti í gærkvöldi aðalfréttina um málþófið á Alþingi. Það var vefur ríkisútvarpsins. Hann sagði kl. 22:37 frá skriflegu samkomulagi um atkvæðagreiðslu um IceSave á þriðjudaginn. Þá verður kosið um að vísa málinu til nefndar og síðustu umræðu. Þar með er búið að semja um endalok málþófsins. Aðrir vefmiðlar misstu af aðalfréttinni. Mogginn sagði 22:19 og Eyjan 22:00, að stjórnarflokkarnir hefðu bakkað og hleypt öðrum málum fram fyrir IceSave. En málsaðilar sömdu um alla meðferð þingmála næstu daga og um endalok málþófsins. Stóra fréttin segir, hvenær málþófinu lýkur.