Ástarbréf Indriða og Flanagans

Fjölmiðlun

Birting tölvubréfa Indriða H. Þorlákssonar og Mark Flanagan staðfestir, að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er handrukkari Bretlands og Hollands. Við vissum það raunar áður, en sjóðurinn hefur reynt að ljúga sig klaufalega út úr því. Flanagan segir “erfitt” að þoka áfram lánum til Íslands meðan IceSave sé óafgreitt. Birtingin segir okkur líka, að Indriði reynir að fara fram hjá skjalaskráningar-skyldu stjórnvalda með því að nota einkapóstfang sitt úti í bæ. Hann svindlar, hefði verið sagt í gamla daga. Merkast við póstinn er þó, að hann skuli vera birtur. Wikileaks þrengir flott að leynimakki valdamanna.