Huglægar forsendur dóma

Hestar

Samanburður hrossa á gæðingamótum og kynbótasýningum byggist á stöðluðum viðmiðum. Málsaðilar þekkja kerfið og einn dómari kemst að sömu niðurstöðu og næsti dómari. Þannig er sátt um kerfið og framkvæmd þess. Innra samræmið er í góðu lagi. Hins vegar eru sjálfar forsendur kerfisins í mikilli óvissu. Hvers vegna eru brokkarar taldir fegurri en skeiðarar? Hver ákvað upphaflega hvernig einn hrosshaus væri fagur og annar ljótur? Af hverju er aldagamall grunngangur ekki í dómkerfinu, valhoppið? Tugir slíkra spurningar vakna. Þær sýna, að bak við einhlítt dómkerfi eru óljósar og afar huglægar forsendur.