Skuldarar greiða atkvæði

Punktar

Skuldarar greiða ekki atkvæði í rafrænni kosningu um, hvort þeir eigi að greiða skuldirnar. Hér verður samt kosið þannig um IceSave. Þorri þeirra, sem kjósa flokka hrunverja og brennuvarga, mun hafna að greiða IceSave. Skiptir þá engu, að Davíð Oddsson seðlabankastjóri og ríkisstjórn Geirs Haarde undirrituðu skuldina. Þjóðrembdir og vænissjúkir skuldarar muna ekki heilt ár aftur í tímann. Þeir kusu yfir okkur skelfinguna og afneita henni núna. Þykjast hvergi hafa komið nærri. Samt var helmingur fundarmanna á Austurvelli með síbrotaferil að baki í kosningum. Þekktir Sjálfstæðismenn.