Macau-útrásargreifinn

Punktar

Macau-útrásargreifinn lét ófriðlega í gær. Vill ekki láta skrifa fréttir um brask sitt á spilavítiseyjunni Macau við Kína. Skrifin krumpa sennilega stíl Bjarna Benediktssonar í pólitíkinni. Sjálfstæðisflokkurinn er vel settur með forustuna þessi misserin. Formaðurinn er útrásarvíkingur, sem tapar stórfé á skýjaborgum í spilavíti. Varaformaður er kúlulánadrottning, sem fær bankann til að afskrifa skuldir sínar. Að baki þeirra er svo sjálfur hrunstjórinn, Davíð Oddsson. Sem brenndi 345 milljarða í fyrra, þrefalt IceSave-tjón. Það er von, að þjóðin taki þessa athafnagreifa fram yfir hversdagslegt brunalið.