Silkihúfur njóta verndar

Punktar

Ríkisstarfsmönnum hefur árum saman fjölgað hraðar en íbúum landsins. Mikið af þessum ráðningum er ekki fólk á gólfinu, heldur silkihúfur af ýmsu tagi. Dæmi eru sjálf ráðuneytin og nýlegar stofnanir á borð við Útlendingastofnun og Varnarmálastofnun. Miklu nær er að skera slíkar silkihúfur en skera þá, sem sinna þjónustu við fólk. Til dæmis mætti fækka þeim, sem hafa fengið stóla vegna fylgispektar við hrunverja. Því miður njóta silkihúfur verndar umfram aðra, hverjir svo sem eru við völd. Þannig er of mikið af niðurskurði flatt í prósentum, þegar nær væri að fækka skrifstofu- og deildarstjórum.