Verne Holdings já – Björgólfur nei

Punktar

Verne-gagnaverið á Keflavíkurvelli er fínt framtak. Það stofnar til nýrrar atvinnugreinar með innfluttu fjármagni, sem okkur vantar. Rétt er, að ríkið reyni eftir getu að stuðla að fullnustu málsins. Hins vegar er þar sá galli, að fyrirtæki í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar á 40% í dæminu. Þjóðin hefur skelfilega reynslu af Björgólfi. Hann keypti Landsbankann með lánsfé úr forvera Kaupþings og bjó síðan til versta bankatjón landsins. Þjóðin mun lengi þurfa að greiða það tjón. Ríkið á því aðeins að styðja gagnaver Verne Holdings, að Björgólfur eða fyrirtæki á hans vegum komi þar hvergi nærri.