Einstæð vínfrétt

Fjölmiðlun

Ögmundur Jónasson baðst undan komu í Kastljós í gær. Hefði drukkið vínglas með matnum. Fór síðan á kvöldfund Alþingis og greiddi atkvæði. Ríkisútvarpið sagði frá. Var það hefnd fyrir að koma ekki í Kastljósið? Mun Ríkisútvarpið hér eftir fylgjast með matardrykk þingmanna og gefa okkur daglega skýrslu um hann? Ef þetta er einhver siðvæðing á vegum fjölmiðilsins, hluti af stærri heild, getur hún gengið. Sem árás á einn þingmann er hún út í hött. Þúsundir fá sér bjór eða vínglas með mat án þess að vera hengdir út til þerris í fjölmiðli. Fyllerí og rugl er annað mál. Hvað ætlast Ríkisútvarpið fyrir?