Frá því fyrir rúmum fjórum árum hef ég sjö sinnum tekið málstað Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Alltaf í málaferlum Jóns Ólafssonar gegn honum. Vil ítreka, að nauðsynlegt er að setja lög um, að brezkir meiðyrðadómar gildi ekki hér. Séu ekki aðfararhæfir. Það hefur sums staðar verið gert í Bandaríkjunum. Ástandið í dómhúsum Bretlands er orðið svo hrikalegt, að auðmenn heimsins hlaupa þangað til að gera gagnrýnendur gjaldþrota. Hannes Hólmsteinn bloggar í dag um, að hann hafi orðið fyrir meira en tuttugu milljón króna kostnaði vegna þessa máls. Það er náttúrlega út í Hróa hött.