Vandræðin með nafnleysingja

Fjölmiðlun

Nánast daglega les ég málefnalegar kvartanir um nafnlausar athugsemdir undir bloggi og veffréttum. Kvartarar telja þær ekki frambærilegar og draga umræðu niður á lágt plan. Ég hef aldrei átt í þessum erfiðleikum. Les aldrei athugasemdir undir bloggi og veffréttum. Hef nóg með að lesa stórflóð af gáfulegu bloggi nafngreinds fólks. Það finn ég á vefsöfnurum á borð við blogg.gattin.is. Hitt er bara tímaeyðsla. Menn geta auðveldlega gert slíkt hið sama. Þar á ofan geta bloggarar og vefmiðlar lokað fyrir athugasemdir. Sé ekki betur en, að sérhver geti gert athugasemdir á sínu eigin vefsvæði.