Fólk sparar utanferðina

Punktar

Hvað gerir fólk, þegar lífskjör þess færast aftur á bak um nokkur ár? Færast aftur til ársins 2002? Hvað gerir fólk, þegar það mætir hærri sköttum og hærra vöruverði? Það sparar við sig einn stóran hlut. Það sleppir utanferð eða kaupir ekki nýjan bíl. Lífið heldur svo áfram eins og ekkert hafi í skorizt. Enda sjáum við á jólaveltunni, að Mammon er enn við völd. Fáir hafa lent í miklum vanda, sumir af eigin völdum og aðrir af ytri orsökum. Ríkið hefur gripið til aðgerða til að milda þennan vanda. Engin ástæða er til að tala um ástandið á Íslandi sem eins konar heimsendi að hætti ársins 1930.