Slæmt minni Vigdísar

Punktar

Árið 1995 sætti Vigdís Finnbogadóttir forseti gagnrýni fyrir framkomu sína í opinberri Kínaheimsókn. Þá var þar alþjóðlegt kvennaþing, sem Kínastjórn misnotaði. Braut reglur Sameinuðu þjóðanna og meinaði ýmsum fulltrúum aðgang. Margar konur hættu við að koma, til dæmis þær sænsku. Haldin var frjáls ráðstefna samhliða hinni opinberu til að andmæla henni. Vigdís grýtti skít í konurnar, sem mættu ekki á opinberu ráðstefnuna. Kallaði viðbrögð þeirra stríðsyfirlýsingu. Vildi heldur friðarfroðu. Samkvæmt lýsingu hennar á Kínaferðinni í viðtali við DV í gær hefur hún gleymt aðalatriði málsins.