Stjórnin segir þá af sér

Punktar

Ef forsetinn neitar að staðfesta lög um ríkisábyrgð á IceSave, er ólíklegt, að ríkisstjórnin geti setið lengur. Hefur þá í tvígang samið við fulltrúa fórnardýra Landsbankans án þess að útkoman verði staðfest. Auðvelt er að túlka það sem svo, að ríkisstjórnin njóti ekki lengur trausts. Þá verður boðað til kosninga og hrunverjar taka síðan aftur við völdum. Það verður í samræmi við vilja kjósenda, sem eru í afneitun. Þeir fá þá ríkisstjórn, sem þeir eiga skilið. Hún mun svo reyna að spila úr vondum kortum í samræmi við vilja firrtra kjósenda. Kannski læra menn fyrir rest af þeirri dýru reynslu.