Nokkur veitingahús skrá ekki verð á vefsvæðum sínum, þótt nítján af hverjum tuttugu geri það. Mér finnst sjálfsögð kurteisi, að veitingahús skrái slíkt á kynningarsíðum eins og önnur fyrirtæki. Af þekktum veitingahúsum er ekki hægt að sjá verð hjá Laugaási, Indian Mango og Glætunni. Sárafáir hafa ekki heimasíður, svo sem Brasilía og Carpe Diem. Þeir eru löglega afsakaðir, en mér finnst hinir eiga að bæta verði við matseðlana á vefnum. Forrit fyrir heimasíður gera auðvelt að skipta um verð. Og gleymi veitingahús að uppfæra verðið, er eðlilegt að heimta að fá að greiða lægra verðið á heimasíðunni.