Hinn smáði sýnir fingur

Punktar

Þjóðaratkvæðagreiðslan mun ekki snúast um leið A eða B eða C. Hún mun ekki heldur snúast um stjórn eða stjórnarandstöðu. Ekki heldur um forseta eða ríkisstjórn. Hún mun snúast um að sýna Bretlandi og Hollandi fingurinn. Íslendingar eru góðir í að sýna fingurinn, þótt þeir séu ekki góðir í ýmsu öðru. Íslendingum er skítsama um tjón Breta og Hollendinga af völdum Davíðs, Kjartans, Sigurjóns, Halldórs og auðvitað Björgólfanna. Íslendingar telja sig ekki málsaðila og ekki eiga að borga krónu. Eina vörn hins smáða er að flykkjast saman í afneitun sinni og sýna Bretlandi og Hollandi fingurinn.