Viljum bara hafa greifa

Punktar

Íslendingar elska að láta strjúka sér. Finnst ljúft að heyra lýðskrumarann bulla í útlöndum um lýðræðisást Íslendinga. Hún er bara þvæla, Íslendingar hafa aldrei haft neitt dálæti á lýðræði. Eins og Ítalir viljum við bara hafa fullvalda greifa til að hugsa fyrir okkur og gefa út víðtækar yfirlýsingar um einstakt ágæti þjóðarinnar. Við erum fá og yljum okkur við að vera kölluð stórust allra. Við hötuðum útlendinga fyrir að vara okkur við óheftu frelsi bankanna. Við teljum þá enn sitja á svikráðum við okkur. Dæmigerð vænisýki. Það er borin von, að Íslendingar geti séð sér farborða í flóknum nútíma.