Við erum peð í alþjóðaskák

Punktar

Nokkrir franskir stjórnmálamenn á vinstri græna kantinum vilja ota Íslandi í baráttuna gegn auðræðinu. Meðal þeirra eru Eva Joly og Alain Lipietz. Telja réttilega, að hægri ríkisstjórnir taki fjármagnseigendur og banka fram yfir fólk. Láti skattgreiðendur borga brúsann. Ísland er ágætt dæmi. Geir Haarde grýtti hundruðum milljarða króna í gjaldþrota banka og hundruðum milljarða í eigendur peningamarkaðssjóða. IceSave er líka árás á skattgreiðendur. Allt er þetta réttmæt gagnrýni. Samt má Ísland tæpast verða að peði í sérfrönskum slag við alþjóðlega auðræðið. Hagkvæmara er að semja vopnaðan frið við það.