Aftursætisstýrður Bjarni

Punktar

Þingflokkur sjálfstæðismanna stóð að samningu fyrirvara við IceSave-samning í sumar. Stóð svo ekki við fyrirvarana, þegar á reyndi. Hætt er við, að sama gerist aftur núna. Bjarni Benediktsson fer í viðræður um samstöðu, en Davíð bannar honum fyrir rest að fallast á niðurstöðuna. Sjálfstæðisflokkurinn er svo aftursætisstýrður, að engin leið er að treysta þar neinu. Hann er ýmist fylgjandi eða andvígur dómstólaleið. Fylgjandi eða andvígur fyrirvörum. Fylgjandi eða andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu. Engin leið er að búa til þjóðarsátt í samlögum við flokk, sem Davíð Oddsson stjórnar úr aftursætinu.