Og málið er dautt

Punktar

Legg til, að ríkið fái lánaða 120 milljarða í Seðlabanka til að borga allt IceSave ruglið. Strax í dag. Þá þarf enga vexti að borga. Við þurfum þá ekki að deila við Bretland og Holland um vaxtaprósentu. Við spörum 400 milljarða vaxtagreiðslur. Ég endurtek: Spörum 400 milljarða. Seðlabankinn getur vel leyft sér að lána vaxtalaust 24% af 500 milljarða gjaldeyrisvarasjóði. Kemur á móti því, að ríkið spreðaði 300 milljörðum í Seðlabankann til að bjarga honum undan Davíðs-gjaldþrotinu. Nú ber Seðlabankanum að endurborga hluta af greiðanum. Borga 120 milljarða tapið á IceSave. Og málið er dautt.