Mestu stolið í Landsbankanum?

Punktar

Ólafur Arnarson bendir á, að markaðsverð skuldabréfa gamla Landsbankans sé bara 6,50. Markaðsverð hjá gamla Kaupþíngi sé 24,50 og hjá gamla Glitni 23,75. Sýnir margfalt rýrara eignasafn Landsbankans en hinna bankanna. Hann spyr, hvort eigendur og bankastjórar Landsbankans hafi verið svona margfalt vitlausari en aðrir bankaeigendur og bankastjórar. Eða hvort mismuninum hafi hreinlega verið stolið. Ólafur bendir líka á, að hinir sérstöku saksóknarar hafa minna verið að pæla í Landsbankanum en hinum. Eru þeir á villigötum? Meiri talnalíkur eru á að finna stolna tugi milljarða frá Landsbankanum.