Veruleikafirrtur Gylfi

Punktar

Gylfi Arnbjörnsson kvartar um framkvæmdaskort og yfirvofandi atvinnuskort. Í sjónvarpinu í kvöld harmaði hann aðgerðaleysi stjórnvalda. Minntist samt ekki orði á raunverulega orsök slæmrar spár. Hún er, að lánsfé fæst ekki. Stafar af ákvörðun útrásar-forsetans um að bregða fæti fyrir friðarsamning stjórnvalda við umheiminn. Gylfi bað kjósendur ekki einu sinni um að styðja friðarsamninginn. Eins og talsmenn atvinnurekenda er hann veruleikafirrtur, enda sendisveinn þeirra. Reynir að koma höggi á stjórnvöld á ódýran hátt. Og víkur ekki orði að hættunni á, að enginn útlendingur vilji lána okkur neitt.