Hrunverjar standast allan vanda

Punktar

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins var jákvætt fyrir flokkinn. Enginn lagði í Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem leiðir listann. Í efstu tíu sætin raðast þeir, sem buðu sig fram í fjögur efstu sætin. Þeir, sem vildu há sæti og fengu ekki, hrundu ekki niður listann, heldur láku niður nokkur sæti. Gott fyrir friðinn í flokknum. Ný andlit fengu lítinn framgang, bezt gekk Geir Sveinssyni, sem lenti í sjötta sæti. Sjálfstæðísflokkurinn gengur heill og óskiptur til kosninganna í vor, enda hreinþveginn með afneitunarlegi. Sem pólitískt afl geta hrunverjarnir staðizt allan vanda, það sýnir reynslan.