Heimskokkurinn hættir

Veitingar

Langfrægasti kokkur heims hyggst loka El Bulli árin 2012 og 2013. Í tvö ár verða 2007-týpurnar að vera án þrjátíu rétta efnafræði-máltíða. Margir fara að gráta, því að tvær milljónir manna reyna að panta borð á hverju ári. En aðeins 8000 fá sæti. Ferran Adria ætlar árin tvö að semja uppskriftir. Hann er efnafræði- eða sameindakokkur. Býr til rör og perlur, froður og hlaup. Gerir fljótandi hráefni fast og fast hráefni að froðu. Býr til kavíar-perlur úr ólífum og sogrör úr vínediki. Hvort um sig er 2ja daga vinna. 2007-týpur taka andköf af hrifningu og borga 40.000 krónur á mann fyrir úrkynjunina.