Fínir greifar á fundi

Punktar

Tveir fínustu útrásargreifar landsins eru núna saman í Davos. Ólafur Ragnar Grímsson og Björgólfur Thor Björgólfsson hlusta þar á útskýringar auðjöfra heimsins. Hvers vegna kreppan er ekki þeim sjálfum að kenna. Heldur hafi hún bara komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. Gott er, að vinirnir skuli vera saman í andrúmslofti, sem þeir kunna við. Greifar með greifum, það er málið. Þeir vilja báðir vera sem mest erlendis, enda eru aðstæðurnar smávaxnar hér á landi. Og sumpart ekki vingjarnlegar. Sameiginlegt eiga svo greifarnir, að smælingjarnir á Íslandi borga undir þá. “Með einum eða öðrum hætti”.