Fésbók er ekki einkalíf

Fjölmiðlun

Fésbók er sumpart áróður. Þannig talar Hrannar Arnarson á fésbókinni. Hún er líka auglýsing. Höfundar auglýsa þar bækur og diska. Og bloggarar kynna þar bloggið sitt. Fésbók er laus við að vera eitthvert einkalíf. Að vísu geta menn notað stillingar á “privacy settings” til að forðast snuðrara. Til að loka fyrir myndir og skoðanir til dæmis. En gera það fæstir. Ráðningarstofur og vinnuveitendur lesa fésbókina. Einkum er fésbókin fínt tæki til að hefja stemmningu til vegs. Ég fæ daglega óskir um að taka þátt í hinu og þessu átaki. Frægasta dæmið er áskorunin á forsetann um að synja IceSave-ábyrgð.