Forsætis fer huldu höfði

Punktar

Þegar Jóhanna Sigurðardóttir hitti José Manuel Barroso, hafði hún færi á að tala við heimspressuna. Sem fylgir framkvæmdastjóra Evrópusambandsins við hvert fótmál. Jóhanna bannaði hins vegar aðkomu fjölmiðla, kallaði ekki á blaðamenn eftir fundinn. Hún vildi ekki nota tækifærið. Kannski treystir hún ekki útlenzku sinni. En hún gat bara talað íslenzku eins og Vilhjálmur ráðherra frá Brekku í Mjóafirði. Nógir eru túlkarnir. Kannski er hún bara mannafæla. Ákvörðun Jóhönnu er ekki bara röng, heldur sýnir vel, að hún er ófær um að vera forsætis. Raunar hefur Steingrímur tekið af henni ómakið.