Andvana utanríkisráðuneyti

Punktar

Til marks um eymd utanríkisþjónustunnar er, að hún hafnaði ekki fullyrðingum hollenzkra seðlabankamanna. Þeir fullyrtu í sjónvarpi, að Íslendingar ljúgi. Er skelfilegt fyrir orðspor Íslands, sem var þó áður komið í botn. Eðlilegt er að krefjast skýringa. Hver laug hverju og hver eru sönnunargögnin? Ráðuneytið gerði ekkert í þessu frekar en öðru um IceSave. Fjármálaráðherra ferðast um nágrannalöndin til að grafa upp stuðning. En utanríkisráðherra ráfar bara um borgina með neftóbaksdósirnar. Við fáum aldrei neitt út úr samskiptum við útlönd, ef utanríkisráðuneytið er meira eða minna andvana.