Ódýr menningarstaður

Veitingar

Fékk makalaust góðan tandoori kjúkling, húðaðan með rauðu karrí og jógúrt og bakaðan í leirofni. Hafði vaðið fyrir neðan mig á Tandoori í Skeifunni, bað um séreldaðan tandoori. Ekkert mál að bíða í 20 mínútur til að þurfa ekki að fá hann upp úr hitakassa við afgreiðsluborðið. Starfsfólkið tók þessu vel. Kjúklingurinn kom snarkheitur og meyr og þar á ofan sómasamlega kryddaður. Aðrir indverskir matstaðir hér á landi spara kryddið stundum. Kjúklingurinn á Tandoori kostaði ekki nema 1790 krónur og fyrsta flokks nan-brauð kostaði 160 krónur á mann. Hér er kominn alvöru menningarstaður ódýr í borgarlífið.