Búinn að gera nýja skálaskrá. Nær yfir 214 fjallaskála, hnit þeirra, fjölda svefnplássa og símanúmer aðstandenda. Líklega landsins feitasta skálaskrá. Jeppamenn eiga lengri skálaskrá, en sú hefur færri upplýsingar og felur í sér horfna skála. Ég vann nýju skrána í tengslum við reiðslóðabanka minn á netinu, http://www.jonas.is/reidleidir/. Líklega birti ég hana við tækifæri á vefnum. Raunar á ég í erfiðleikum með listann. Menn hafa verið tregir til að senda mér leiðréttingar. Óhjákvæmilegt er, að villur séu í lýsingum á áttahundruð slóðum. Til dæmis skakkt sagt frá áttum. Þögnin er grunsamleg.