Studdi fjármagnseigendur

Punktar

Mestu mistök Geirs Haarde og ríkisstjórnar hans voru að ábyrgjast innistæður í bönkum að fullu. Gerðu það á kostnað skattgreiðenda. Þeir voru að venju ekki spurðir. Kostaði 300 milljarða og spillti fyrir málstað okkar gagnvart erlendum innistæðueigendum. Betra hefði verið að láta bankana rúlla. Borga svo Íbúðalánasjóði 100 milljarða fyrir að yfirtaka kortaveltuna. Hefði getað numið hálfri milljón króna á hverja bankainnistæðu. Hefði dugað til að halda veltunni gangandi. Ríkisstjórn Geirs tók harða afstöðu með innistæðueigendum á kostnað allra annarra hópa, einkum skattgreiðenda og einnig velferðarþega.