Gunnar í Photoshop

Punktar

Sá í auglýsingu á forsíðu Fréttablaðsins, að fylgismenn Gunnars Birgissonar í Kópavogi höfðu skafið af honum hesið. Á myndinni virðist sjálfur kóngurinn í Kópavogi vera glorsoltinn verkfræðinemi, óvitandi um vonzku heimsins. Þessi eymdarlega mynd felldi höfðingjann í prófkjörinu. Sá, sem ekki hefur fjallmyndarlegt hes, getur ekki sagt “það er gott að búa í Kópavogi”. Að minnsta kosti ekki með sannfæringarkraftinum í dómkirkjurödd Gunnars. Fikt við ljósmyndir er fín listgrein, en getur farið flatt í persónupólitík. Dæmið sýnir, að ekki má klæða flottan persónuleika af fólki, Með Photoshop.