Neita nokkurri ábyrgð á sér

Punktar

Íslendingar taka ekki ábyrgð á atkvæði sínu. Varpa því í fjóshauginn án þess að taka tillit til afleiðinga. Þegar hinir útvöldu bregðast, tekur fólk enga ábyrgð á að hafa valið þá. Lætur bara eins og ríkisstjórnir síðustu áratuga hafi komið úr geimskipum. Fólk fyrirlítur raunar atkvæði sitt. Talar um að taka þátt í öllum prófkjörum. Líka hjá flokkum, sem það ætlar alls ekki að kjósa. Allt eru þetta dæmi um vanþroska þjóð, sem vill ekki skilja lýðræði. Þegar allt fer í steik, neita menn að borga, hvort sem þeir búa á Álftanesi eða annars staðar. Íslendingar eru pakk, sem neitar nokkurri ábyrgð á sér.