Verðsveiflan í veitingum

Veitingar

Dýrustu matstaðir landsins verðleggja aðalrétti á 5000 krónur, þríréttaða máltíð á 10000 krónur og allan pakkann með kaffi og víni á 15000 krónur. Þannig eru Sjávarkjallarinn, Vox, Grillið og Holt. Aðeins fyrir evru-hafa. Miðlungsstaðir verðleggja aðalrétti á 3300 krónur, þríréttað á 6700 krónur og allan pakkann á 10000 krónur. Þannig eru Þrír frakkar, Hornið og Austur-Indíafélagið. Ódýr hús verðleggja aðalrétti á 2500 krónur, þríréttaða máltíð á 5000 krónur og allan pakkann á 7500 krónur. Þannig eru Laugaás, Sjávarbarinn og Balthazar. Fyrir heimamenn. Þetta er svigrúmið í veitingaverði á kvöldin.