Við föllum ekki nærri strax

Punktar

Við þurfum ekki að ganga strax frá IceSave. Stóru gjalddagarnir falla ekki á ríkið fyrr en eftir ár. Við þurfum ekki erlent lánsfé, ef við sættum okkur við að reisa ekki orkuver og stóriðju. Sættum okkur við algert atvinnuleysi í framkvæmdum. Sættum okkur við að borga mánaðartjón upp á tíu milljarða króna, 120 milljarða á heilu ári. Allt er þetta þolanlegt, ef menn vilja ekki láta beygja sig. Megum samt ekki kenna stjórninni um ástandið. Þjóðin og stjórnarandstaðan heimtuðu ófrið við útlönd og fengu. Við beygjum okkur ekki eins og gras í stormi. Við stöndum eins og trén og brotnum eins og þau.